Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hallgrímskirkja

Kirkjan er opin alla daga frá kl. 9-17 (október - apríl)

English

Velkomin í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja þjónar nærumhverfi sínu sem sóknarkirkja og er einnig þjóðarhelgidómur. Hún er minningarkirkja um Hallgrím Pétursson og pílagrímastaður ferðafólks. Flesta daga ársins koma þúsundir í kirkjuna, heimafólk og erlendir gestir. Verið velkomin.


Hádegistónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju

Í samstarfi við Schola Cantorum, kór Hallgrímskirkju, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá streymum við beint frá hádegistónleikum Schola Cantorum 20.júní. Vonum að þið njótið þessara fallegu tóna.

Posted by Leitandi.is on Miðvikudagur, 20. júní 2018

Alþjóðlegt orgelsumar

Dagana 16. júní til 19. ágúst er alþjóðlegt orgelsumar haldið 26. sumarið í röð. Fjórir tónleikar á viku, en í hádeginu á miðvikudögum eru hálftíma glæsilegir kórtónleikar með Schola cantorum. Íslenskar og erlendar kórperlur fluttar í bland.
Við þökkum leitandi.is fyrir að taka tónleikana upp.