Hallgrímssókn býður til safnaðarferðar í Skálholt – kolefnisjöfnum safnaðarstarfið sama

Í vor ákvað kirkjuráð Þjóðkirkjunnar að stefna að metnaðarfullum aðgerðum í umhverfismálum. Meðal þessara aðgerða er að bjóða söfnuðum Þjóðkirkjunnar að kolefnisjafna safnaðarstarfið sitt með því að gróðursetja tré í landi Skálholts. Nýlega lagðist af búskapur í Skálholti og ákveðið hefur verið að helga landið til skógræktar. Með þessu verður hægt að sjá andlegu víddina… More Hallgrímssókn býður til safnaðarferðar í Skálholt – kolefnisjöfnum safnaðarstarfið sama

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. september kl. 11

Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu. Barn borið til skírnar. Kaffisopi eftir messu.  Verið hjartanlega velkomin. 

Sýningaropnun – Ósegjanleiki / An Unspeakable

Páll Haukur Ósegjanleiki / An Unspeakable 8, sept. – 24. nóv. 2019 Myndlistarsýning Páls Hauks, Ósegjanleiki, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. september 2019 við messulok kl.12:15.  Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.   Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar.  Páll Haukur sýnir ný verk… More Sýningaropnun – Ósegjanleiki / An Unspeakable

Foreldramorgnar í kórkjallara

Foreldramorgnar verða á sínum stað á morgun í kórkjallaranum, miðvikudaginn 4. september kl. 10 – 12 eins og alla miðvikudaga í vetur. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.  

Árdegismessa

Miðvikudaginn 4. september kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjuklukkur hringja snemma á mánudagsmorgni

Í tilefni átaksins Á allra vörum hafa forystukonurnar, Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir óskað eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur að þjóðkirkjan vekji athygli á átakinu með því að kirkjuklukkum landsins verði hringt mánudaginn 2. september kl. 7:15. Þannig að ekki láta ykkur bregða.   ,,Markmiðið er að vekja athygli á… More Kirkjuklukkur hringja snemma á mánudagsmorgni

Á allra vörum

Átakið Á allra vörum hefst í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september kl. 16-18. Þér er boðið.

Messa og barnastarf sunnudaginn 1. september kl. 11

Messa og barnastarf Sunnudaginn 1. september kl. 11 11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Forráðafólki og fermingarungmennum eru sérstaklega boðin velkomin. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Eftir messu verður upplýsingafundur í kórkjallara fyrir… More Messa og barnastarf sunnudaginn 1. september kl. 11