Messa og barnastarf 26. mars

Messa og barnastarf 26. mars 2017, kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða ásamt félögum úr frímúrarastúkunni Lilju. Gestakór er Cherry Creek High School Meistersingers, stjórnandi Sarah Harrison. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður… More Messa og barnastarf 26. mars

Alþjóðlegt orgelsumar – tónleikadagskrá vikunnar

Alþjóðlegt orgelsumar heldur ótrautt áfram og þessa vikuna er að sjálfsögðu tónleikaveisla. Nánari upplýsingar um tónleika sumarsins er inn á vef Listvinafélagsins Miðvikudagurinn 27. júlí Schola cantorum, hinn hljómtæri kammerkór Hallgrímskirkju, hefur haldið vikulega tónleika í allt sumar í hádeginu á miðvikudögum með íslenskri tónlist. Aðsókn hefur verið afar góð, enda margur ferðalangurinn sem hefur áhuga… More Alþjóðlegt orgelsumar – tónleikadagskrá vikunnar

Árdegismessa 27. júlí

Árdegismessur kl. 8 á miðvikudögum halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og sögustund 24. júlí

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikar og fermir Regínu Eik Orradóttur. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Umsjón með sögustundinni hefur Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu!  

Alþjóðlegt orgelsumar – Tónleikadagskrá vikunnar

Alþjóðlegt orgelsumar heldur ótrautt áfram og þessa vikuna er að sjálfsögðu tónleikaveisla. Nánari upplýsingar um tónleika sumarsins er inn á vef Listvinafélagsins Miðvikudagurinn 20. júlí – Schola cantorum býður upp á íslenkar kórperlur og kaffi í allt sumar  Smávinir fagrir, Heyr himna smiður og aðrar, íslenskar kórtónlistarperlur fá að óma í Hallgrímskirkju alla miðvikudaga í sumar. Það… More Alþjóðlegt orgelsumar – Tónleikadagskrá vikunnar

Árdegismessa 20. júlí

Árdegismessur kl. 8 á miðvikudögum halda áfram í allt sumar. Þetta er góð leið til þess að byrja daginn, þar sem sungið er, beðið og hlýtt á hugleiðingu í góðu samfélagi. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Alþjóðlegt orgelsumar – Tónleikar á fimmtudegi og um helgina

Fimmtudagur kl. 12 Konur og Klais Orgelverk eftir kventónskáld leikin í Hallgrímskirkju Orgelverk eftir konur verða leikin á Klais-orgel í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 12, en þá heldur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti Akureyrarkirkju, tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri. Tónskáldin eru fædd í Evrópu og Bandaríkjunum á 19. og 20. öldinni og eru verkin afar fjölbreytt,… More Alþjóðlegt orgelsumar – Tónleikar á fimmtudegi og um helgina

Sumartónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju í dag

Sumartónleikar Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag Hinn margverðlaunaði kammerkór Hallgrímskirkju syngur tónleika í hádeginu í dag, miðvikudag, á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Kórinn er þekktur fyrir einstaklega tæran hljóm sinn. Á efnisskránni eru íðilfögur kórverk án undirleiks sem valin eru með tilliti til hljómburðar kirkjunnar. Má þar nefna Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson… More Sumartónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju í dag

Kerti tendruð í messu dagsins

Í messu dagsins í Hallgrímskirkju voru tendruð kerti í minningu þeirra sem létu lífið í árásinni í Orlando og í minningu flóttafólks sem látið hefur lífið á leið sinni til betra lífs í Evrópu. Þetta var gert í tengslum við alþjóðlega flóttamannadaginn, sem er á mánudaginn, og tilmæli hafa komið frá alþjóða kirknasamfélaginu um að minnast… More Kerti tendruð í messu dagsins