Fyrirbænamessa

Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Árdegismessa

Það verður engin árdegismessa á morgun. Næsta messa verður miðvikudaginn 3. janúar.

Vonarlestrar og söngvar á jólum

Vonarlestrar og söngvar á jólum Annar í jólum 26. desember 2017 kl. 14:00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Lesarar úr hópi kórfélaga og barna. Gleðileg jól

Guðsþjónusta á jólanótt kl. 23:30

Guðsþjónusta á jólanótt 2017 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur. Forsöngvari er Guðmundur Vignir Karlsson. Einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir. Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Ari Vilhjálmsson leikur á fiðlu. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Hörður Áskelsson leikur jólatónlist á undan athöfn. Gleðileg jól

Aftansöngur kl. 18 Aðfangadagskvöld

Aftansöngur – Aðfangadagskvöld 2017 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi Hörður Áskelsson. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á undan athöfn. Lestur Margrét Helga Kristjánsdóttir og umsjón Inga Harðardóttir. Gleðileg jól

Opnunartímar um hátíðarnar

Opnunartímar um hátíðarnar 23. desember, Þorláksmessa: Kirkjan frá 9 – 12. Turninn til kl. 11:30. 24. desember, Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 18. Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23:30. Kirkjan er aðeins opinn fyrir messur. Turn lokaður / Tower closed  25. desember, Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjan er aðeins opinn fyrir messu. Turninn lokaður / Tower closed  26. desember, annar í jólum: Lestrar… More Opnunartímar um hátíðarnar

Foreldramorgnar í kórkjallara

Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.