Messa sunnudaginn 12. ágúst kl. 11

Messa kl. 11. Ellefti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Lexía: Jes 2.11-17. Pistill: Róm 3.21-26. Guðspjall: Lúk 18.9-14.

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina, en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap. Tónleikar Mótettukórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar verða sunnudaginn 4. desember kl. 17 og þriðjudaginn 6. desember kl. 20.    

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 1. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa, sögustund og ensk messa sunnudaginn 31. júlí

Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Rósa Árnadóttir hefur umsjón með sögustundinni. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu!  Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur.