Vorhátíð í Hallgrímskirkju

Söngur, gleði og fjör einkenna vorhátíð í Hallgrímskirkju, sem hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Inga Harðardóttir leiða stundina. Helga Vilborg leikur undir með krílasálmahópnum. Karítas Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir söng. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Messuþjónar, starfsfólk barnastarfsins, börn og unglingar úr starfi Hallgrímskirkju aðstoða við… More Vorhátíð í Hallgrímskirkju

Messa og barnastarf sunnudaginn 12. maí kl. 11

Messa og barnastarf Þriðji sunnudagur eftir páska – sunnudagur 12. maí kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffisopi í Suðursal eftir messu.… More Messa og barnastarf sunnudaginn 12. maí kl. 11

Fyrirlestur á morgunfundi

Á þriðjudagsmorgnum eru starfsmannafundir í Hallgrímskirkju þar sem alla jafna er farið yfir það sem er efst á baugi í kirkjustarfinu hverju sinni. Í morgun brugðum við út af vananum og fengum Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur hjúkrunarfræðing til að fjalla um samskipti á morgunfundinum en hún er höfundur bókarinnar Samskiptaboðorðin. Aðalbjörg fjallaði meðal annars um samskiptaboðorðin… More Fyrirlestur á morgunfundi

Átta milljónir til hjálparstarfs

Við messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. desember var úthlutað úr Líknarsjóði Hallgrímssafnaðar og gerð grein fyrir messusamskotum á árinu. Eins og jafnan er safnað til góðra málefna í sunnudagsmessum í Hallgrímskirkju og einnig í árdegismessum á miðvikudögum. Kirkjugestir lögðu samtals fram um 1.5 milljónir króna í samskotum við messur á árinu. Á jólafundi sóknarnefndar 11.… More Átta milljónir til hjálparstarfs

Hátíð í Hallgrímskirkju

Manstu eftir kapellunni sem nú er kór Hallgrímskirkju? Það eru 70 ár síðan kapellan, fyrsti hluti Hallgrímskirkju, var vígð í miðju braggahverfi hernámsáranna. Í kapellunni var messað og fundað, skírt, fermt, gift og jarðað og margir eiga dýrmætar minningar þaðan. Til að minnast þessa viðburðar í sögu þjóðar, borgar og kirkju verður hátíðarmessa í Hallgrímskirkju… More Hátíð í Hallgrímskirkju

Safnaðarblað Hallgrímskirkju komið út

Hallgrímskirkja iðar af lífi frá morgni til kvölds alla daga ársins. Dagskrá helgihalds, listastarfs og félagsstarfs er mikið auk þess sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Hallgrímskirkja hefur nú gefið út fréttabréf sem er ætlað að fanga eitthvað af því lífi og starfi sem fram fer í kirkjunni og á vegum kirkjunnar. Fréttabréfinu… More Safnaðarblað Hallgrímskirkju komið út

Hver á að vera málsvari móður jarðar?

  Dr. Andrés Arnalds, verkefnisstjóri og fyrrum fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, 21. október, kl. 09:30. Fyrirlesturinn ber heitið: „Hver á að vera málsvari móður jarðar? – Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af norrænum biskupafundi um loftslagsvá og viðbrögð við henni, sem biskup… More Hver á að vera málsvari móður jarðar?

Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni

Nokkrir starfsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins ákváðu að gerast ferðamenn á Íslandi í hádeginu í dag og heimsóttu í því skyni Hallgrímskirkju. Þau mættu með sitt eigið kakó, sykurpúða og rjóma eins og góðum ferðamönnum sæmir og kíktu svo upp í turn. Við þökkum nágrönnum okkar í Framkvæmdasýslunni fyrir skemmtilega heimsókn og bjóðum þau velkomin aftur –… More Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni