Safnaðarblað Hallgrímskirkju komið út

Hallgrímskirkja iðar af lífi frá morgni til kvölds alla daga ársins. Dagskrá helgihalds, listastarfs og félagsstarfs er mikið auk þess sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Hallgrímskirkja hefur nú gefið út fréttabréf sem er ætlað að fanga eitthvað af því lífi og starfi sem fram fer í kirkjunni og á vegum kirkjunnar. Fréttabréfinu… More Safnaðarblað Hallgrímskirkju komið út

Hver á að vera málsvari móður jarðar?

  Dr. Andrés Arnalds, verkefnisstjóri og fyrrum fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, 21. október, kl. 09:30. Fyrirlesturinn ber heitið: „Hver á að vera málsvari móður jarðar? – Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af norrænum biskupafundi um loftslagsvá og viðbrögð við henni, sem biskup… More Hver á að vera málsvari móður jarðar?

Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni

Nokkrir starfsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins ákváðu að gerast ferðamenn á Íslandi í hádeginu í dag og heimsóttu í því skyni Hallgrímskirkju. Þau mættu með sitt eigið kakó, sykurpúða og rjóma eins og góðum ferðamönnum sæmir og kíktu svo upp í turn. Við þökkum nágrönnum okkar í Framkvæmdasýslunni fyrir skemmtilega heimsókn og bjóðum þau velkomin aftur –… More Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni

Unga fólkið í aðalhlutverki

Barna- og fjölskyldumessurnar eru einstaklega lifandi og skemmtilegar í kirkjunni hjá okkur. Í morgun var ein slíkra stunda þar sem fólk á öllum aldri sameinaðist í söng, bæn og skemmtilegheitum undir stjórn Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa og sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Unga fólkið raðaði sér á mottur fremst í kirkjunni í upphafi athafnarinnar og tók virkan… More Unga fólkið í aðalhlutverki

Vel mætt í kyrrðarstund og súpu

Það var vel mætt í fyrstu kyrrðarstundina eftir sumarfrí í hádeginu gær. Björn Steinar Sólbergsson lék ljúfa tóna á orgelið og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flutti hugvekju og bæn. Að kyrrðarstund lokinni var boðið upp á súpu, brauð og kaffi í Suðursal við góðar undirtektir gesta.

Góðir gestir í Hallgrímskirkju

Það var fjöldi góðra gesta í messunni í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annaðist þjónustuna ásamt prestinum okkar, sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organistar í messunni voru Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju, Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju og Marit Agnes Nordahl Nergaard sem lék eftirspilið. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiddu sönginn ásamt félögum úr kór… More Góðir gestir í Hallgrímskirkju

Elín fer til Edinborgar

Í dag var hressandi kveðjukaffi í Hallgrímskirkju þegar við kvöddum hana Elínu Broddadóttur, kirkjuvörð, sem heldur nú á vit náms og ævintýra í Edinborg. Elín kom fyrst í Hallgrímskirkju þegar hún var lítil stelpa í barnastarfi en varð fljótlega virk í öðru starfi kirkjunnar einnig. Hún var starfsmaður barna- og unglingastarfs þar til hún náði… More Elín fer til Edinborgar

Fjörugur foreldramorgunn

Það var fjörugur hópur foreldra og barna sem kom saman í Suðursal Hallgrímskirkju í morgun til samverustundar. Foreldramorgnar eru vikulega í Hallgrímskirkju, á miðvikudögum kl 10-12 og eru kjörinn vettvangur fyrir foreldra sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi. Börn og foreldrar kynnast hvert öðru, syngja saman og njóta léttrar hressingar. Tilgangur foreldramorgna er að efla… More Fjörugur foreldramorgunn