Nr 7 Þú skalt ekki stela

Ekki stela fólki! Hvað þýðir sjöunda boðorðið? Í prédikun 24. mars ræddi Sigurður Árni um mannlegu víddir sjöunda boðorðsins og að upprunalega gæti það hafa fyrst og fremst varðarð að stela ekki fólki. Predikunin er að baki þessari smellu.

Nr. 5 Þú skalt ekki morð fremja

  Sunnudagan í mars íhuga Hallgrímskirkjuprestar boðorðin. Í prédikunum er rætt um eitt eða tvö boðorð, uppruna þeirra, samhengi, gildi og ógildi. Sunndaginn 10. mars var fjallað um fimmta boðorðið: Þú skalt ekki morð fremja. Hægt er að lesa prédikunina að baki þessari smellu.

Sigurður Pálsson kvaddur

Dr. Sigurður Pálsson var sóknarprestur Hallgrímskirkju frá 1997 til 2006. Þar áður starfaði hann í Hallgrímskirkju sem framkvæmdastjóri Biblíufélagsins sem hafði þá höfuðstöðvar sínar í kirkjunni. Sigurður var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 12. mars 2019 að viðstöddu fjölmenni. Minningarorðin eru að baki þessari smellu.

Hvernig mæltist sr. Ragnari?

Hvað sagði og kenndi sr. Ragnar Fjalar Lárusson? Sr. Þórsteinn Ragnarsson fjallar um prédikarann Ragnar Fjalar sunnudaginn 10. mars kl. 10. Framsagan og umræður verða í Suðursal Hallgrímskirkju. Fyrir viku síðan var fjallað um dr. Jakob Jónsson, þessa helgi um sr. Ragnar og eftir viku um sr. Karl Sigurbjörnsson. Allir velkomnir sem hafa áhuga á… More Hvernig mæltist sr. Ragnari?

Sr. Jakob Jónsson

Í bréfi Jakobs Jónssonar frá 9. janúar 1984 sagði hann: „Ræður mínar eru … misjafnar að gæðum … og við endurlestur segir maður stundum við sjálfan sig eins og Pinochio í Pleasure Island: „Did that come out of me?“ Og hvað var það sem kom út úr honum, hvað hugsaði hann og skrifaði, sagði og prédikaði?… More Sr. Jakob Jónsson

Nr. 1

Ef einhver brýtur af sér eða verður fyrir stórkostlegu áfalli – hvað er þá hægt að gera? Hvernig á að bregðast við ef allt fer í rugl á heimilum? Hvað er hægt að gera þegar hrun verður í þjóðfélagi? Hvað er vænlegast ef kreppur trylla stórar hreyfingar eða félög? Hvað gerir þú þegar eitthvað mikið… More Nr. 1

Íslandsviðburður – heimsviðburður

Einstakur og sögulegur atburður verður í messunni 27. janúar í Hallgrímskirkju, Íslandsviðburður og jafnvel heimsviðburður. Átta systkini verða skírð í upphafi messu. Þar af eru fjögur þeirra fjórburar og tvö tvíburar. Þau eru öll bandarísk. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands til að skírast er að elsti bróðirinn var á ferð með foreldrum sínum… More Íslandsviðburður – heimsviðburður

Greta, Guð og blessunin

Hún er fimmtán ára gömul og vakti athygli Svía í haust. Í stað þess að fara í skólann á föstudögum fór hún í skólaverkfall. Hún fór að þinghúsinu í Stokkhólmi og mótmælti mengun jarðar og lofts. Hún heitir Greta Thunberg og skólaverkfallið hennar vakti svo mikla athygli, að henni var boðið til Katovice í desember… More Greta, Guð og blessunin