Gunnar Hersveinn um Biblíuna

Hvaða minningar á Gunnar Hersveinn, heimspekingur, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar?  Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Gunnar Hersveinn er annar í röð átta… More Gunnar Hersveinn um Biblíuna

Hvað finnst Ragnari Bragasyni, leikstjóra, um Biblíuna?

Hver er fyrsta minningin um Biblíuna? Eða sú skemmtilegasta? Biblían kemur víða við sögu og flestir eiga sér einhverja persónulega minningu um hana. Persónur eða viðburðir Biblíunnar bergmála einnig í bókmenntum, listum og sögu heimsins. Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. En áherslur samfélaga breytast og spurt er: Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað hefur… More Hvað finnst Ragnari Bragasyni, leikstjóra, um Biblíuna?

Verði ljós

Í Hallgrímskirkju er ljósberi með sætum fyrir bænakerti. Þangað leitar fólk og kveikir á kertum, vitjar ástvina í huganum og biður bænir. Á hnattlaga ljósberanum eru sæti fyrir 61 bænakerti. Í honum miðjum er stórt kerti sem er tákn fyrir heimsljós Guðs, Jesú Krist. Hallgrímskirkja er ekki aðeins mest myndaða hús og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins,… More Verði ljós

Sungið fyrir keppnisferð til Lettlands

Mótettukórinn undirbýr þátttöku í alþjóðlegu kórakeppninni International Baltic Sea Choir Competition í Lettlandi, þar sem kórinn fær að syngja meðal frábærra kóra frá Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Litháen, Finnlandi og Indónesíu. Keppnin verður haldin í þriðja sinn í ár og fer fram dagana 21.–23. september, en eingöngu 10–15 kórar fá að taka þátt árlega og… More Sungið fyrir keppnisferð til Lettlands

Dagur íslenskrar náttúru og messan

Elskum við náttúruna? Er nátturan náungi okkar? Sunnudagurinn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Barnastarfið og messan verða kl. 11 og náttúrutengsl okkar verða íhuguð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari og prédika í samtalsprédikun. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Bænir og… More Dagur íslenskrar náttúru og messan

Rán og Saga skoða skírnarfontinn

Þær tvíburasystur Rán og Saga hafa átt heima í Svíþjóð frá því þær fæddust. En foreldrarnir eru íslenskir og þegar fjölskyldan kom til Íslands jólin 2015 voru þær skírðar sunnudaginn 27. desember. Það var eftirminnilegt og dásamlegt og söfnuðurinn fagnaði. Svo komu þær fyrir skömmu í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr í nágrenni Hallgrímskirkju.… More Rán og Saga skoða skírnarfontinn

Maríusystur í messu

Hvað er að gerast? Þegar fjöldi kvenna í íslenskum og erlendum þjóðbúningum komu í Hallgrímskirkju rétt fyrir messu 2. september spurðu Íslendingarnir hverjar þessar konur væru. Og erlendu ferðamennirnir héldu að svona væru konur búnar þegar þær kæmu til helgihaldsins! Þessi stóri hópur kvenna voru íslenskar og norrænar Maríusystur, sem fögnuðu tíu ára afmæli hinnar… More Maríusystur í messu

Af hverju er Guð ekki lengur í tísku?

Ég talaði við vinkonu mína í vikunni. Hún sagði mér að hún hefði farið að bera kross um hálsinn og hefði fengið harkaleg viðbrögð við þessum krossburði. Nánast verið skömmuð, eins og hún hefði gert eitthvað rangt! Viðbrögðin hefðu verið slík að hún hefði farið yfir mörk vina sinna. Kross hennar vekti álíka viðbrögð eins… More Af hverju er Guð ekki lengur í tísku?

Íhugunarstaður

Hallgrimskirkja er eitt af tíu mikilvægustu íhugunarmusterum heims – skv the Guardian. Hið heilaga er ekki horfið úr heimi – allir leita hins undursamlega – og helgidómar eru góðir sambandsstaðir fyrir fólk. Verið velkomin í Hallgrímskirkju.