Hvers virði ertu?

Eru sumir dýrmætari en aðrir? Er verðmiðinn mismunandi? Eru einhverjir dreggjar samfélagsins og verðminni en hin sem eru mikils metnir borgarar. Fólk er vissulega flokkað í hópa eftir stöðu, efnahag, menntun og samkvæmt ýmsum stöðlum. En getur verið að við þurfum að gera okkur grein fyrir að manngildi er allt annað en verðgildi. Þú ert… More Hvers virði ertu?

Þú ert frábær

Ég stóð við Lynghagann og fagnaði öllu hlaupafólkinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Rúmlega fjórtán þúsund manns hlupu mislangar vegalengdir. Stemmingin var stórkostleg. Bros voru á flestum andlitum, gleðin hríslaðist um hlauparahópinn. Hvatningarköll hljómuðu frá þeim sem stóðu á gangstéttum og hlátrar ómuðu. Tónlistarfólk spilaði og kröftug, taktþung músík hljómaði úr hátölurum. Krafturinn var mikill. Gaman alla leið,… More Þú ert frábær

Er í lagi að drepa barn?

Hvað eigum við að gera með skelfilega texta í Biblíunni? Í einum þeirra er föður fyrirskipað að deyða drenginn sinn. Er hægt að verða við slíku boði. Er hægt að trúa á duttlungafullan Guð sem rífur gleðigjafana úr fangi fólks. Í prédikun 2. apríl ræddi Sigurður Árni Þórðarson um skelfingaraðstæður feðganna Abrahams og Ísaks. Prédikunin… More Er í lagi að drepa barn?

Messan 2. apríl

Barnastarfið og messan hefjast kl. 11 sunnudaginn 2. apríl. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, stjórnar barnastarfinu.   Tónlistin og sálmar í messunni: Forspil: O Lamm Gottes, unschuldig sálmforleikur BWV 618 Miskunnarbæn úr Missa de angelis, kórsöngur SB 131 Krossferli að fylgja… More Messan 2. apríl

Eyland og lífland

Ein af merkilegustu bókum sem ég las í vetur er Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Ég heillaðist af hugmyndaauðgi og dýpt þessarar skáldsögu. Söguþræðinum verður ekki lýst í nokkrum setningum, en þó hægt að upplýsa að í sögubyrjun detti Ísland úr sambandi við útlönd. Engar flugvélar koma til landsins eða fara, engin skip heldur. Öll… More Eyland og lífland

Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

Hástökkvari vikunnar var facebooksíða Hallgrímskirkju. Hálf milljón manns kíkti við á síðunni og þrjátíu tvö þúsund flettu á einum degi. Í venjulegri viku er umferðin á síðunni innan við þúsund manns. Hvað gerðist? Ég fékk leyfi Gunnars Freys Gunnarssonar, ljósmyndara, að setja á síðuna stórkostlega mynd hans af Hallgrímskirkju í hríð á sunnudagsmorgni. Og myndinni… More Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

Öskudagsmessa í Hallgrímskirkju

Miðvikudaginn 1. mars er öskudagsmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Á þeim degi er miðvikudagssöfnuðurinn 14 ára. Sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholti syngur messu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Á eftir messunni er afmæliskaffi og meðlæti í safnaðarsalnum. Allir hjartanlega velkomnir.

Myndin af Hallgrími

Nágranni minn á Grímsstaðaholti var að taka til heima hjá sér, grisja og taka niður myndir af vegg. Hann sá mig ganga fram hjá og hljóp út og kallaði til mín. „Má bjóða þér Hallgrím Pétursson?“ Ég sneri mér við og hváði. Svo kom hann út með prentaða mynd Samúels Eggertssonar teiknara og vildi færa… More Myndin af Hallgrími

Trú úrelt?

Ágætt tímarit, Grapevine, er gefið út hér á landi og fjallar um íslensk málefni fyrir enskumælandi fólk. Nýlega var því haldið fram í þessu riti að vegna nútímaviðmiða hefði trúin hopað. Ein rökin eru að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar hafi minnkað. Á þrjátíu árum hefur fjöldinn lækkað um tuttugu prósent. En þrátt fyrir breytingar í kirkjuefnum er… More Trú úrelt?

Pabbar eru líka fólk.

Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Í predikun 8. janúar var rætt um Jesúafstöðuna, trúaruppeldi og hlutverk karla. Prédikunin er bæði á tru.is og sigurdurarni.is