Rán og Saga skoða skírnarfontinn

Þær tvíburasystur Rán og Saga hafa átt heima í Svíþjóð frá því þær fæddust. En foreldrarnir eru íslenskir og þegar fjölskyldan kom til Íslands jólin 2015 voru þær skírðar sunnudaginn 27. desember. Það var eftirminnilegt og dásamlegt og söfnuðurinn fagnaði. Svo komu þær fyrir skömmu í heimsókn til ömmu sinnar, sem býr í nágrenni Hallgrímskirkju.… More Rán og Saga skoða skírnarfontinn

Maríusystur í messu

Hvað er að gerast? Þegar fjöldi kvenna í íslenskum og erlendum þjóðbúningum komu í Hallgrímskirkju rétt fyrir messu 2. september spurðu Íslendingarnir hverjar þessar konur væru. Og erlendu ferðamennirnir héldu að svona væru konur búnar þegar þær kæmu til helgihaldsins! Þessi stóri hópur kvenna voru íslenskar og norrænar Maríusystur, sem fögnuðu tíu ára afmæli hinnar… More Maríusystur í messu

Af hverju er Guð ekki lengur í tísku?

Ég talaði við vinkonu mína í vikunni. Hún sagði mér að hún hefði farið að bera kross um hálsinn og hefði fengið harkaleg viðbrögð við þessum krossburði. Nánast verið skömmuð, eins og hún hefði gert eitthvað rangt! Viðbrögðin hefðu verið slík að hún hefði farið yfir mörk vina sinna. Kross hennar vekti álíka viðbrögð eins… More Af hverju er Guð ekki lengur í tísku?

Íhugunarstaður

Hallgrimskirkja er eitt af tíu mikilvægustu íhugunarmusterum heims – skv the Guardian. Hið heilaga er ekki horfið úr heimi – allir leita hins undursamlega – og helgidómar eru góðir sambandsstaðir fyrir fólk. Verið velkomin í Hallgrímskirkju.

Ljósberinn í bað

Það þarf reglulega að þrífa ljósberann í kirkjunni. Þúsundir koma í Hallgrímskirkju á hverjum degi og mörg kveikja á kertum þegar það staldrar við og biður fyrir fólkinu sínu og sjálfu sér. Jón Konráð og Hjalti, kirkjuverðir, tóku sig til í vikunni og settu ljósberann í sturtu. Og skrúbburinn var notaður! Nú eru ytri ummerki… More Ljósberinn í bað

Vígslubiskupinn í Skálholti vitjar Hallgrímskirkju

Sr. Kristján Björnsson var vígður til biskupsþjónustu í Skálholti 22. júlí síðastliðinn. Fyrsta heimsókn hans í söfnuð í Skálholtsumdæmi verður í Hallgrímskirkju. Hinn nýi vígslubiskup tekur þátt í messunni 29. júlí og prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir og félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Thierry Mechler,… More Vígslubiskupinn í Skálholti vitjar Hallgrímskirkju

Árdegismessa á miðvikudegi

Árdegismessur eru í kór kirkjunnar á miðvikudagsmorgnum kl. 8. Messuþjónar íhuga, biðja bænir og útdeila ásamt með presti. Það er gott að hefja daginn með íhugun, söng og altarisgöngu. Allir velkomnir og svo er ljómandi að njóta morgunverðarins í Suðursal eftir messu.

Þriðjudagsbænir

Á þriðjudagsmorgnum kl. 10,30 eru bænastundir í Hallgrímskirkju. Beðið er fyrir fólki og mikilvægum málum lífsins. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Bænasamverurnar í sumar verða í Suðursal kirkjunnar. Fyrirbænir eru mikilvægar og Guð heyrir allar bænir. Verið velkomin til bæna.

Ég vil gjarnan eiga þig að

Við prestar þjónum mörgum þessa dagana – ekki aðeins í jólamessum og í áramótaguðsþjónustum, heldur í skírnum, útförum, með samtölum og sálgæslu og í giftingum og annarri kirkjulegri þjónustu. Við fáum að vera með fólki á stærstu stundum lífsins. Og við heyrum margt stórkostlegt og verðum vitni að því þegar fólk tekur þroskaskref og sækir… More Ég vil gjarnan eiga þig að

Jólahandrið þitt

Jólin eru komin, undrið er loksins orðið, þessi tilfinningatími, sem hefur svo margvísleg áhrif á okkur og vekur svo margar kenndir. Mig langar að spyrja þig persónulegrar spurningar: Hvernig er handrit þitt að jólunum? Hvað er þér mikilvægt? Hvaða tilfinningapakka opnar þú? Hvað gerir þú til að hleypa að þér því, sem er þér mikilvægt?… More Jólahandrið þitt