Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur

2. desember, 2017 @ 17:00 - 19:00

Enn á ný hefur Karlakór Reykjavíkur upp raust sína og syngur inn jólin fyrstu aðventuhelgi desembermánaðar.

Laugardaginn 2. desember kl. 17.

Einsöngvari með kórnum er Þóra Einarsdóttir, ein af allra fremstu sópransöngkonum Íslands. Þóra hefur komið fram í yfir á annan tug óperuhúsa og öðrum eins fjölda tónlistahúsa hér heima og erlendis, þar á meðal mörgum frægustu tónlistarhúsum Evrópu og Bandaríkjanna. Eflaust man íslenska þjóðin vel eftir Þóru í ”Klassíkinni okkar” á RÚV, þegar Söngur mánans eftir Dvorák hljómaði í sjónvarpi allra landsmanna. Þau eru annars ótal tækifærin sem hafa gefist til þess að hlýða á Þóru, en nú gefst kostur á að hlýða á hana með Karlakór Reykjavíkur á aðventutónleikunum í Hallgrímskirkju. Hátíðarbraginn ramma inn þau Lenka Mátéóva sem leikur á orgel, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson á trompet og Eggert Pálsson á pákur. Stjórn kórsins er í styrkum höndum Friðriks S. Kristinssonar.

Miðasala við innganginn fyrir tónleika og á tix.is

Upplýsingar

Dagsetn:
2. desember, 2017
Tími
17:00 - 19:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
http://hallgrimskirkja.is