Hallgrímskirkja

þjóðarhelgidómur á Skólavörðuholtinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Lúthersdagar í Hallgrímskirkju 26. – 31. október

26. október, 2017 @ 12:00 - 31. október, 2017 @ 22:00

“LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU“

 26.-31. október 2017

 

———————————-

 

  1. október- fimmtudagur

Vígsludagur Hallgrímskirkju.

 

KYRRÐARSTUND kl. 12.00 – Hallgrímur & Lúther.

Hildigunnur Einarsdóttir alt og Björn Steinar Sólbergsson orgel.

Íhugun flytur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

 

  1. október- föstudagur

Hallgrímsdagurinn -343. ártíð Hallgríms Péturssonar

 

20.00

SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD!

Kammerkórinn Schola cantorum

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

 

„Sálmar á nýrri öld“ eru 26 sálmar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason fyrir kór án undirleiks. Þessir hrífandi og fjölbreyttu sálmar fjalla um lofgjörð, bæn, gleði og sorg.

Miðaverð: 2500 kr. Miðasala við innganginn og á midi.is.

 

——————————–

 

  1. október- laugardagur

14.00

OPNUN-TESUR

Tesur er þátttökugjörningur sem myndlistarkonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal standa fyrir dagana 28. – 31. október.

Verkið minnir á gjörninginn þegar Lúther negldi tesurnar 95 á kirkjudyrnar í Wittenberg í Þýskalandi 31.október 1517 og markaði þannig upphaf siðbótar í Evrópu.

Ókeypis aðgangur – allir hjartanlega velkomnir!

 

——————————–

 

  1. október- sunnudagur

11.00

HÁTÍÐARMESSA-343. ártíð Hallgríms Péturssonar.

 

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson, sem predikar. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson orgel Oddur A. Jónsson bassi og Inga Rós Ingólfsdóttir selló, stjórnandi Hörður Áskelsson.  Fermingarbörn taka þátt og barnastarf í umsjón Ingu Harðardóttur.

 

 

17.00

KANTÖTUGUÐSÞJÓNUSTALúther og Bach

 

Flutt verður “Lútherskantatan” Christ unser Herr zum Jordan kam BWV 7 fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit. Auk þess verða fluttir inngangskór og sálmur úr kantötunni Aus tiefer Not ruf ich zu dir BWV 38, Kyrie úr Messu í F-dúr og útsetningar Bachs af sálmalögum.

 

Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju, Auður Guðjohnsen alt, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Prestar: Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti prédikar.

Organisti Björn Steinar Sólbergsson.

 

———————————–

 

  1. október- mánudagur

 

9.00-14.00

SKÓLABÖRNIN OG TESURNAR.

Skólabörn af höfuðborgarsvæðinu heimsækja sýningu Guðrúnar og Ólafar og útbúa sínar tesur.

Umsjón: Inga Harðardóttir barna- og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal.

Endurtekið á Siðbótardaginn 31.október.

 

20.00

TÓNLEIKHÚS UM TVÆR SIÐBÓTARKONUR

Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn.

Flytjendur: Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, leikkonurnar María Ellingsen og Steinunn Jóhannesdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Bragi Bergþórsson tenór, Benedikt Ingólfsson bassi. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og fyrrum félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng.

Listrænir stjórnendur: Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir

Miðaverð: 2.500 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju við innganginn og á midi.is.

  ———————————-

 

  1. október – þriðjudagur

Siðbótardagurinn.

 

12.00- 12.30

95 TESUR LESNAR

Siðbótin hófst fyrir 500 árum þegar Marteinn Lúther negldi 95 tesur á kirkjudyr. Tesurnar, sem breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu, verða lesnar upp í heild í fyrsta sinn í kirkju á Íslandi.

Umsjón hafa dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

 

12.30

501 NAGLI- gjörningur

Gretar Reynisson hefur stimplað 501 merkimiða, hvern fyrir sig með einu ártali sem ramma inn árin frá 1517 til 2017, og neglt á veggina í forkirkju Hallgrímskirkju.

Á Siðbótardaginn neglir hann naglana fyrir árið 1517 og 2017.

 

 

18.00-20.00

HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!

 

Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.

 

Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur!

 

Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal Hallgrímskirkju!

Upplýsingar

Byrja:
26. október, 2017 @ 12:00
Enda:
31. október, 2017 @ 22:00
Viðburður Categories:
,
Tök Viðburður:

Skipuleggjandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Vefsíða:
http://listvinafelag.is

Staðsetning

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholti
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
5101000
Vefsíða:
http://hallgrimskirkja.is