Messa 20. ágúst kl. 11

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barn borið til skírnar. Meðan barnastarfið er í sumarfríi hafa börnin aðgang að leikföngum aftast í kirkjunni. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa 13. ágúst kl. 11

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Fermd verða Herdís Anna Maríönnudóttir og Stefán Arnar Einarsson. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu.

Messa 6. ágúst kl. 11

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ásu Björk Ólafsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarfið er farið í sumarfrí en leikföng eru fyrir börnin aftast í kirkjunni. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.   Messuskráin er hérna í tölvutæku formi: 170806.Áttundi.sd.e.þrenningarhátíð

Messa á Uppstigningardag og vorferð Hallgrímskirkju

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag kl. 11 er messa í Hallgrímskirkju. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari og Karen Hjartardóttir guðfræðinemi prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organsti er Hörður Áskelsson. Eftir messu verður farið í ævintýralega og skemmtilega vorferð. Farið verður með rútu austur fyrir fjall. Nánari upplýsingar í mynd fyrir neðan. Minni á skráningu… More Messa á Uppstigningardag og vorferð Hallgrímskirkju

Kraftaverk í Hallgrímskirkju

Messa og barnastarf 16. nóv. kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson talar um kraftaverk í prédikun og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin!

Messa á Uppstigningardegi 5. maí kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Eftir messu verður farið í óvissuferð safnaðarins. Rúta mun sækja hópinn eftir messukaffið. Skráning er hjá kirkjuvörðum í s: 5101000 eða hjá s@hallgrimskirkja.is eða irma@hallgrimskirkja.is Verið velkomin.

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. janúar kl. 11

Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Messukaffi efiir messu. Verið velkomin. Textar: Lexía: Slm 42.2-3 Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir… More Messa og barnastarf sunnudaginn 10. janúar kl. 11

Sunnudagsmessa á nýju ári – 3. janúar kl. 11

Fyrsta sunnudaginn 3. janúar milli nýárs og þréttanda er messa kl. 11 í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Messukaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Textar: Lexía: 1Sam 2.1-10 Hanna bað og sagði: Hjarta mitt fagnar í Drottni. Horn… More Sunnudagsmessa á nýju ári – 3. janúar kl. 11

Messa 27. des. kl. 11 – English service 2 pm.

Sunnudaginn 27. desember milli jóla og nýárs verður messa kl. 11 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lesnir verða vonartextar og jólasálmar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng og organisti er Hörður Áskelsson. Ensk messa verður kl. 14 / English service at 2 pm Sunday 27. December with holy communion.… More Messa 27. des. kl. 11 – English service 2 pm.

Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins

Annan sunnudag í aðventu, 6. desember nk. verður margt um að vera í tengslum við messu og barnastarf sunnudagsins kl. 11.00.  Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur syngja og leiða söng. Í messunni verður 7 ára börnum í Hallgrímssókn afhent að gjöf bókin „Jólin hans… More Bókagjöf, karlakór og barnakór í messu sunnudagsins