Messa og barnastarf 15. apríl kl. 11

Messa og barnastarf 15. apríl 2018 kl. 11 Annar sunnudagur eftir páska Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. Ritningarlestrar: Esk 34.11-16, 31, 1Pét 2.21-25. Guðspjall: Jóh 10.11-16.

Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju

Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn í hliðarsal kirkjunnar fimmtudaginn 12. apríl kl. 18.30. Athugið að um aðalfund fyrir tvö ár er að ræða, 2016 og 2017. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um vorferð félagsins. Súpa og brauð. Stjórnin

Kyrrðarstund

Fimmtudaginn 12. apríl er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

Á miðvikudagsmorgun kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Næsta þriðjudag mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf

Messa og barnastarf Fyrsti sunnudagur eftir páska 8. apríl kl. 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa sem flytur hugleiðingu. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Karítas Hrundar Pálsdóttir, Hreinn Pálsson og Ragnheiður Bjarnadóttir. Í messunni verða Elísabet Erlendsdóttir, Natalía Bóel Márusdóttir,… More Messa og barnastarf

Kyrrðarstund

Fimmtudaginn 5. apríl er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og Hörður Áskelsson leikur á orgel. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Matteusarpassían eftir J.S. Bach í Hallgrímskirku á föstudaginn langa 30. mars 2018 kl. 18

Hörður Áskelsson stjórnar Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bachs „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Matteusarpassía Bachs, sem er stundum kölluð drottning allra tónverka, verður flutt á Akureyri og í Reykjavík í dymbilvikunni af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammerkór Norðurlands, Hymnodiu, Stúlknakór Akureyrarkirkju/Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og frábærum einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Það er ævinlega… More Matteusarpassían eftir J.S. Bach í Hallgrímskirku á föstudaginn langa 30. mars 2018 kl. 18

Passíusálmalestur í Dymbilviku

Á þessu ári eru 150 ár liðin síðan  Sr. Friðrik Friðriksson  fæddist og verður þess minnst með ýmsu móti. Í Dymbilviku verða passíusálmarnir lesnir af fulltrúum þeirra félaga sem hann stofnaði eða átti þátt í að stofna. Lesararnir eru fulltrúar KFUM & K, Knattspyrnufélagins Vals, Skátahreyfingarinnar, Karlakórsins Fóstbræðra og úr hópi sérþjónustu kirkjunnar. Tónlistarflutningur er… More Passíusálmalestur í Dymbilviku