25 ára afmælishátíð Klais orgelsins í Hallgrímskirkju

Klais orgelið í Hallgrímskirkju, drottning hljóðfæranna, var vígt 13. des. 1992 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Því verður fagnað með óformlegum orgeltónleikum og spjalli á vígsluafmælisdaginn miðvikudaginn 13. desember kl. 20. Organistar kirkjunnar, Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson, leika jólatónlist og önnur glæsileg verk tengd vígslu orgelsins, til að mynda… More 25 ára afmælishátíð Klais orgelsins í Hallgrímskirkju

Foreldramorgnar í kórkjallara

Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Jólafundur Kvenfélagsins – skráning

verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 19:00. Á fundinum verður hin hefðbundna hangikjötsveisla ásamt söng, upplestri og gleði. Verð kr. 3.900 á manninn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. nóvember hjá kirkjuvörðum í síma 5101000 eða kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is, á netfangið gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com eða hjá Ásu í síma 5524713. Hlökkum til að sjá ykkur öll! kv. Kvenfélag Hallgrímskirkju

500 ára siðbótarafmæli

HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!  Þriðjudaginn 31. október kl. 18-20 Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.  Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur.  Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal Hallgrímskirkju.  Þátttakendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, Björn Steinar Sólbergsson organisti,… More 500 ára siðbótarafmæli

Lúthersdagar í Hallgrímskirkju

“LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU“  26.-31. október 2017 Fimmtudagurinn 26. október Vígsludagur Hallgrímskirkju. KYRRÐARSTUND kl. 12:00 – Hallgrímur & Lúther. Hildigunnur Einarsdóttir alt og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Íhugun flytur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Föstudagurinn 27. október Hallgrímsdagurinn -343. ártíð Hallgríms Péturssonar. Kl. 20:00. SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD! Kammerkórinn Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson.  „Sálmar á nýrri öld“ eru 26 sálmar eftir Aðalstein… More Lúthersdagar í Hallgrímskirkju

Fyrirbænamessa í kórkjallara

Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og barnastarf 1. október kl. 11

Messa og barnastarf 1. október 2017, kl. 11. Sextándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Messuþjónar og fermingarungmenni aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjá með barnastarfi hafa Hreinn Pálsson, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Skírn í messunni. Ritningarlestur:… More Messa og barnastarf 1. október kl. 11

Upphaf vetrarstarfsins

Í september hefst allt okkar venjulega safnaðarstarf sem verður í gangi yfir veturinn. Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf og listalíf en yfirlit yfir störfin eru hér fyrir neðan. Vertu hjartanlega velkomin í kirkjuna, við tökum vel á móti þér.  Árdegismessa Á miðvikudögum kl. 8 er öflugur hópur sem hittist inn í kirkju til söngs… More Upphaf vetrarstarfsins