Ástarsögur

Við segjum ástarsögu um Hallgrím og Guðríði og ástarsögu Guðs sem alltaf elskar. Og þó Hallgrímskirkja sé gott íhugunarhús fyrir borg, þjóð og heim er þó annað hús sem skiptir þig þó enn meira máli. Það ert þú sjálfur – þú sjálf. Þú ert raunar miðjan í ástarsögu Guðs og heimsins. Útvarpsmessan á vef Rúv.… More Ástarsögur

Hallgrímsmessa sunnudaginn 28. október kl. 11

Mikið verður um dýrðir næsta sunnudag til að fagna að 26. október eru 32 ár frá vígslu Hallgrímskirkju og 27. október markar 344. ártíð Hallgríms Péturssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Lesarar verða Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson. Messuþjónar sjá um ýmsa þætti helgihaldsins. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.… More Hallgrímsmessa sunnudaginn 28. október kl. 11

Foreldramorgnar

Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Gísli Sigurðsson um Biblíuna

Hvenær: Miðvikudagur 24. október kl. 12. Hvar: Hallgrímskirkja norðursalur. Hvaða minningar á Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um… More Gísli Sigurðsson um Biblíuna

Erkibiskup Svía prédikar í Hallgrímskirkju

Dr. Antje Jackelén prédikar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. október. Tilefni komu erkibiskupsins er fundur norrænna biskupa á Íslandi sem og þátttaka í ráðstefnunni Arctic Circle. Frá 2014 hefur Antje Jackelén verið höfuðbiskup sænsku evangelísk-lúthersku kirkjunnar. Áður þjónaði hún sem prestur í Stokkhólmi og Lundbiskupsdæmi. Hún lauk doktorsprófi í trúfræði frá háskólanum í Lundi og starfaði… More Erkibiskup Svía prédikar í Hallgrímskirkju

Messa, barnastarf og erkibiskup – sunnudaginn 21. október kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Dr. Antje Jackelén, erkibiskup, prédikar og fulltrúar úr samstarfsnefnd kristinna trúfélaga lesa texta. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur blessun. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs: Bogi Benediktsson. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Auður Bjarnadóttir um Biblíuna

Hvaða minningar á Auður Bjarnadóttir, jógakennari og leikstjóri, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar?  Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Auður er þriðja í röð… More Auður Bjarnadóttir um Biblíuna

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á… More Krílasálmar

Gunnar Hersveinn um Biblíuna

Hvaða minningar á Gunnar Hersveinn, heimspekingur, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar?  Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Gunnar Hersveinn er annar í röð átta… More Gunnar Hersveinn um Biblíuna