Sýningarspjall við sýningarlok 11. nóvember kl. 16:30

RÓSA GÍSLADÓTTIR RÆÐIR VIÐ LISTAKONUNA.   ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR.               Sýningu Ingu S. Ragnarsdóttur myndhöggvara – ÁHEIT / VOTIV –  í forkirkju Hallgrímskirkju, lýkur með sýningarspjalli nk. sunnudag 11. nóvember kl. 16.30 og ræðir Rósa Gísladóttir myndlistarfulltrúi Listvinafélags Hallgrímskirkju þar við listakonuna. Allir eru hjartanlega velkomnir og eru léttar… More Sýningarspjall við sýningarlok 11. nóvember kl. 16:30

Kórperlur með Schola cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju – sunnudaginn 4. nóvember 2018 klukkan 17

Kórperlur með Schola cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn  4. nóvember 2018 klukkan 17 Schola cantorum og Hörður Áskelsson Efnisskrá: MEDIA VITA  eftir John SHEPPARD  MISERERE  eftir James MacMILLAN REQUIEM eftir Kjell- Mörk KARLSEN   Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. nóvember á Allra heilagra messu, líkt og undanfarin ár. Að þessu… More Kórperlur með Schola cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju – sunnudaginn 4. nóvember 2018 klukkan 17

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn miðvikudaginn 31.október nk. kl. 17

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna 35. starfsárs félagsins verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn, miðvikudaginn 31. október nk. kl. 17. Þar verða reikningar 35. starfsársins bornir upp til samþykktar og boðið verður upp á léttar veitingar og umræður um starf félagsins. Einnig verða kosnir tveir nýir fulltrúar í stjórn Listvinafélagsins og einn varamaður.  Þá verður borin upp tillaga að hækkun árgjalds… More Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn miðvikudaginn 31.október nk. kl. 17

Söngsveitin Ægisif : Rússneskar kórperlur í Hallgrímskirkju 13. október kl 17:00-18:00

Vegna fjölda áskorana hefur söngsveitin Ægisif ákveðið að endurflytja tónleika sem haldnir voru fyrir tveimur árum síðan og að þessu sinni verða þeir endurfluttir í Hallgrímskirkju þann 13. október kl.17:00 – 18:00. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Fluttar verða rússneskar kórperlur eftir Alexander Gretchaninov, Pavel Chesnokov, Alfred Schnittke og Georgy Sviridov. Aðgangur er ókeypis! RUSSIAN… More Söngsveitin Ægisif : Rússneskar kórperlur í Hallgrímskirkju 13. október kl 17:00-18:00

Orgeltónleikar með James D. Hicks laugardaginn 29. september kl. 17

Bandaríski orgelleikarinn James David Hicks heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju nk. laugardag 29. september kl. 17, þ.s. hann frumflytur m.a. verk eftir tvö íslensk tónskáld, Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson.  Yfirskrift tónleikanna er Norræn orgeltónlist, en James hefur undanfarin ár lagt ríka áherslu á að auðga orgelbókmenntir Norðurlandanna með þvi að panta verk frá norrænum tónskáldum. Þessi verk hefur hann einnig hljóðritað fyrir geisladiska… More Orgeltónleikar með James D. Hicks laugardaginn 29. september kl. 17

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum íslenskar og erlendar kórperlur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð er 2.500 kr. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.is. Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur… More Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 22. ágúst kl. 12

Miðvikudaginn 22. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum íslenskar og erlendar kórperlur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð er 2.500 kr. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.is. Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur… More Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 22. ágúst kl. 12

Menningarnótt í Reykjavík 2018 -Sálmafoss í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 15 – 21.

Laugardaginn 18. ágúst frá kl. 15 – 21 verður vegleg tónlistardagskrá í boði, svokallaður Sálmafoss á Menningarnótt. Aðgangur að Sálmafossi er ókeypis, allir eru velkomnir!    Listvinafélag Hallgrímskirkju þakkar þeim stóra hópi tónlistarfólks og aðstoðarfólks, sem leggur þessari dagskrá lið sitt. Listrænn stjórnandi og ábyrgðarmaður Sálmafoss er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju. DAGSKRÁ Kynnar: Dr. Sigurður Árni… More Menningarnótt í Reykjavík 2018 -Sálmafoss í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 15 – 21.

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12

Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð er 2.500 kr. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar… More Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12

Orgeltónleikar Hans-Ola Ericsson. Laugardaginn 11. ágúst kl.12 og sunnudaginn 12. ágúst kl.17

Laugardaginn 11. ágúst kl. 12 leikur hinn heimsfrægi organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, Hans-Ola Ericsson, verk eftir O. Lindberg og J.S Bach. Miðaverð kr. 2.000. Á seinni tónleikum sínum sunnudaginn 12. ágúst kl. 17, leikur  Hans-Ola Ericsson verk eftir J.S Bach, R. Wagner (Pílagrímakórinn úr Tannhäuser) og F. Liszt. Miðaverð kr. 2.500. 11. ágúst kl. 12.00: Hans-Ola Ericsson,… More Orgeltónleikar Hans-Ola Ericsson. Laugardaginn 11. ágúst kl.12 og sunnudaginn 12. ágúst kl.17