Í tísku að vera í kvenfélagi

Á konudaginn, 21. febrúar sl. flutti Hjördís Jensdóttir kvenfélagskona og messuþjónn eftirfarandi hugvekju um gildi og starf kvenfélaga: Kæru kirkjugestir ! Vitið þið að það er í tísku að vera í kvenfélagi ? Konur á öllum aldri er í allskonar kvenfélögum og gera þar mörg kraftaverkin. Kvenfélög um allt land hafa gefið milljarða til samfélagsins… More Í tísku að vera í kvenfélagi

Þinn Jesús?

Menn hafa leitað að Jesú um aldir. Sumir hafa fundið Jesú en aðra hefur Jesús fundið. En allir sem verða vinir Jesú túlka samskiptin með einhverjum hugmyndum, lýsingum og nokkrir síðan með kenningum um hver hann sé og hafi verið. Og nálgun fólks og kenningar eru með ýmsum hætti og hver samtíð þráir og túlkar… More Þinn Jesús?

Heillakarlinn Jósef

Þegar fólkið þitt spyr þig heima á eftir: “Hvernig var í messunni í kirkjunni?” þá getur þú svarað: “Það var alger draumur!” Jú, vegna þess að í dag íhugum við drauma í fornöld, draum Guðs og svo þinn eigin draum. Hver er hann? Hvað dreymir þig? Jósef kemur í ljós Við þekkjum aðalfólkið í jólasögunni,… More Heillakarlinn Jósef

Ég elska þig

Guð gefi þér gleðileg jól. Og jólagleðin má berast á milli fólksins hér í kirkjunni. Gerðu svo vel að rétta fólkinu sem situr við hlið þér í bekjunum hendina og bjóða gleðileg jól! Já, gleðileg jól eru komin, undrið er loksins orðið. Í kyrru þessa hliðs himins máttu láta fara vel um þig og hugsa:… More Ég elska þig

Sálarskúringar

Ég íhugaði mynd af manni með samviskubit í vikunni, smellti henni inn á facebook og spurði um leið hvort samviskubit væri úrelt. Nokkrir vina minna brugðust við og einn lagði til að samviskubit væri það að sjá eftir einhverjum færslum á facebook. Það væri commenta-sektarkennd. Annar sagði að aðalmál samviskubits væri hugarhreinsun, kaþarsins. Hvað eru… More Sálarskúringar

Himinfleki og krossfesting

Yfir höfðum fólks í Hallgrímskirkju er fljúgandi himinfleki. Ský og blámi eru tákn um himinn ofar hvelfingum og þaki. Himinnflekinn eiginlega opnar hvelfingu kirkjubyggingarinnar og hjálpar okkar að sjá ofar og víðar en venjulega. Helgi Þorgils Friðjónsson málaði þennan stóra fleka í tilefni af 100 ára afmæli Kristnitökunnar og kom fyrir á klettaveggnum í Stekkjargjá… More Himinfleki og krossfesting

Aldrei aftur París

Sonur minn horfði á móður sína og sagði: „Mér finnst allt vera breytt“ og drengurinn tjáði okkur að honum þætti veröldin væri önnur eftir morðin í París. Hann óttaðist að þriðja heimsstyjörldin væri hafin. Er allt breytt? Og hvað svo? Íhugun í messunni sunnudaginn 15. nóvember er að baki þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is

Praesens historicum – íhugun á kyrrðarstund

Við Hallgrímskirkju – utan dyra – er slétt, ferhyrnd steinplata. Hún er á áberandi stað sunnan kirkjunnar en lætur þó lítið yfir sér. Á hellunni stendur Praesens historicum. Hvað þýða þessi latnesku orð? Hver er merkingin og varðar hún þig? Þetta er mynd sem Kristinn E. Hrafnsson, myndilistarmaður, gerði fyrir sýningu í Skálholti. Heiti verksins… More Praesens historicum – íhugun á kyrrðarstund

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

Sr. Karl Sigurbjönsson, fyrrum biskup og áður sóknarprestur Hallgrímskirkju, prédikaði í hátíðarmessunni 25. október, 2015. Prédikun hans er hér á eftir. Gleðilega hátíð! Það er sem guðspjall dagsins tali beint til okkar á afmælishátíð, þessi orð fyrirheita og vonar:  „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru… Aðrir hafa erfiðað en þið… More 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar