Árdegismessa

Árdegismessa miðvikudaginn 13. febrúar kl. 8. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar og ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Nr. 2

Mósebók  20: 1 -3, 71 Drottinn mælti öll þessi orð:2 „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.3 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig…..7 Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt sem leggur nafn hans við hégóma. ANáð sé með… More Nr. 2

GESTIR FRÁ LITHÁEN- hin margverðlaunaða söngkona JURGA ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara 11. febrúar 2019 kl. 20

Litháenska söngkonan  JURGA sem unnið hefur öll helstu verðlaun sem ein skærasta poppsöngstjarnan í heimalandi sínu flytur efnisskrá með verkum eftir Bach, Mozart, Händel, Jurga o fl. ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara mánudaginn 11. febrúar 2019 kl. 20.  Tónleikarnir eru haldnir á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í samvinnu við umboðsskrifstofu Jurga og eru hugsaðir sem þakklætisvottur til Íslendinga fyrir að vera fyrstir… More GESTIR FRÁ LITHÁEN- hin margverðlaunaða söngkona JURGA ásamt DIANA ENCIENÉ orgelleikara 11. febrúar 2019 kl. 20

Messa og barnastarf 10. febrúar 2019, kl. 11.

HALLGRÍMSKIRKJA   Síðasti sunnudagur eftir þrettánda – Boðorðadagur 3 Messa og barnastarf 10. febrúar 2019, kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Schola cantorum syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Ritningarlestrar: 2Mós 20.1-2,8-11, 2Kor 3.13-27. Guðspjall: Mark 2.23-27.

Tónleikar LHÍ á Vetrarhátíð laugardaginn 9. feb. kl. 14 í Hallgrímskirkju

Boðið verður upp á áhugaverðan samslátt gamals og nýs á tónleikum í samvinnu  Listvinafélags Hallgrímskirkju og Listaháskóla Íslands í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð, laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Á tónleikunum hljómar glæný tónlist eftir tónsmíðanemendur Listaháskólans í flutningi hljóðfæranemenda skólans í bland við aríur eftir Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Händel, Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus… More Tónleikar LHÍ á Vetrarhátíð laugardaginn 9. feb. kl. 14 í Hallgrímskirkju

SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í gærkvöldi 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið var með íslenska arfleið og átti verkið að vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll… More SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Þorrafundur Kvenfélagsins

Þorrafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.30. Að venju svigna borðin undan þjóðlegu góðgæti. Séra Karl Sigurbjörnsson verður sérstakur gestur fundarins og mun hann flytja okkur erindi. Verð 4.500 krónur á manninn. Skráning hjá kirkjuvörðum eða hjá Ásu í síma 8454648. Hlökkum til að sjá ykkur! Stjórnin

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.