Opnunartímar og turn

Opnunartímar: 

Sumaropnum (maí – september): Kl. 9.00 – 21.00, turninn opinn kl. 9.00 – 20.30.

Vetraropnun (október – apríl): Kl. 9 .00 – 17.00, turninn opinn kl. 9.00 – 16.30.

Turninn er lokaður á sunnudögum þegar það er messa.

Verð upp í turn: 

Fullorðnir: 900 kr.

Börn (7-14 ára): 100 kr.

Hallgrímskirkja er starfandi og virk kirkja en vegna athafna og tónleika þurfum við stundum að loka kirkju og turni fyrirvaralaust.

______________________________________________________________________________________________________________________________

Opnunartími yfir páska 2017

Skírdagur 13. apríl

Kirkjan opinn 9 – 18, turninn opinn 9 – 18.

SÖNGVAHÁTÍÐ BARNANNA Í HALLGRÍMSKIRKJU Á SKÍRDAG KL. 14

KVÖLDMESSA OG GETSEMANESTUND KL. 20

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Í lok athafnar verður Getsemanestund með afskrýðingu altarisins. Altarisklæði og hökull eftir Unni Ólafsdóttur tekinn fram til notkunar í guðsþjónustu föstudagsins langa.

Föstudagurinn langi 14. apríl

Kirkjan opinn 9 – 18, turninn opinn 17.30.

GUÐSÞJÓNUSTA KL. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Píslarsagan lesin og litanía Bjarna Þorsteinssonar sungin. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson

PASSÍUSÁLMALESTUR KL. 13–18

Rithöfundar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Umsjón með lestrinum hafa Sveinn Yngvi Egilsson og Ævar Kjartansson.

Nöfn lesara: Anton Helgi Jónsson, Arngunnur Árnadóttir, Ármann Jakobsson,

Bryndís Björgvinsdóttir, Einar Kárason, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdóttir,

Oddný Eir Ævarsdóttir,Sölvi Björn Sigurðsson og Sveinn Yngvi Egilsson.

Eftir fimmta hvern sálm leika Björn Steinar Sólbergsson og nemendur Tónskóla þjóðkirkjunnar á Klais orgelið.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Páskadagur 16. apríl

Kirkjan opinn 8 – 17, turninn opinn 12.15 – 16.30.

GUÐSÞJÓNUSTA KL. 8

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Páskatónlist, m.a. Páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru kórfélagarnir Gígja Gylfadóttir sópran og Sigurjón Jóhannsson tenór. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson

HÁTÍÐARMESSA KL. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Glæsileg páska- og hátíðartónlist flutt af Mótettukór Hallgrímskirkju og Birni Steinari Sólbergssyni organista. Skemmtilegt barnastarf með páskaföndri og páskaeggjum er í umsjá Rósu Árnadóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur.

Annar í páskum 17. apríl

Kirkjan opinn kl. 9 – 17, turninn opinn kl. 9 – 16.30.

HÁTÍÐARMESSA OG FERMING KL. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Allir velkomnir!