Cambridgehljómur – í Evensong og messu

Peterhouse Chapel Choir
Peterhouse Chapel Choir

Peterhouse Chapel Choir er frábær kór frá Cambridge sem syngur í Hallgrímskirkju helgina 11. – 12. júlí. Á laugardag kl. 17 syngur kórinn Evensong, sem er hluti af tíðagerð anglikönsku kirkjunnar. Allir sem unna enskri menningu og vilja kynna sér enskan tíðasöng ættu ekki á láta þennan viðburð fram hjá sér fara.  Á sunnudeginum syngur kórinn við messu kl. 11 og síðan á stuttum tónleikum eftir messu. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir í tíðagerð og tónleika ekki fremur en í messuna! Í Peterhouse Chapel Choir eru 16 söngvarar, allt afburða tónlistarfólk. Stjórnandi er Claudia Grinell og organisti er Gabriel Chiu.