Orgeltvenna með Oliver Latry

O-latry-ShinYoung-LeeOlivier Latry, organisti við Notre Dame í París, mun halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. ágúst. Sá fyrri kl. 20.00 er einleikstónleikar og sá síðari kl. 22.00 slæst eiginkona hans Shin-Young Lee í lið með honum og leika þau sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) orgelútsetningu á Vorblóti Stravinskys. Miðasala í Hallgrímskirkju og við innganginn.