Enskur tíðarsöngur eða Evensong með King’s Men

King's Men

Magnaður 18 manna karlakór frá Cambridge syngur á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Föstudaginn 21. ágúst kl. 17.00 munu þeir syngja tíðarsöng að enskum hætti og með þeim munu þjóna dr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Verið hjartanlega velkomin til tíðagerðar í íslenskri kirkju en að enskum hætti.

King’s Men halda síðan tónleika á Kirkjulistahátíð, föstudaginn 21. ágúst kl. 20 sama dag. Fjölbreytileg og fjölskrúðug. Miðasala við innganginn.