Hátíðarmessa 23. ágúst kl. 11

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja

Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju er haldin þessa ágústdaga. Flesta daga eru stórviðburðir í kirkjunni. Sunnudagurinn 23. ágúst verður hátíðamessa á lokadegi hátíðarinnar. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Leonard Ashford og dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar. Hinn frábæri karlakór King’s Men frá Cambridge mun syngja í messunni undir stjórn Stephen Cleobury. Mótettukór Hallgrímskirkju stýrir safnaðarsöng. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og organisti Eyþór Franzson Wechner. Allir velkomnir til kirkju og hátíðar.