Dr. Jakob Jónsson var prestur Hallgrímskirkju, fræðimaður, rithöfundur og skáld. Hann skrifaði m.a. merka doktorsritgerð um kímni í Nýja testamentinu. Ritgerðin HUMOUR AND IRONY IN THE NEW TESTAMENT kom út fyrir réttir hálfri öld. Að gefnu því tilefni verður efnt til málþings í Suðursal Hallgrímskirkju föstudaginn 25. september 2015 – 13:15 til 15:45.
Kl. 13:20 – 13:50 Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur:
Kímni og skop í hálfa öld. Bókin og útbreiðsla hennar í fræðaheiminum samkvæmt veraldarvefnum.
Kl. 13:50 – 14:05 Jakob S. Jónsson leikhúsfræðingur og leikstjóri:
Jakob Jónsson frá Hrauni: Leikskáld sem leynir á sér
Kl. 14:05 – 14:20 Dr. Hjalti Hugason prófessor, Háskóla Íslands:
Húmor, ironía og melankolía — Hugleiðingar um guðfræðinginn dr. Jakob Jónsson
Kl. 14:20 – 14:40 Dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju:
Um Hallgrímssálma, höfund þeirra og dr. Jakob Jónsson
Kl. 14:40 – 14:50 Spurningar og svör.