Schola cantorum í tónleikaferðalagi til Sviss

Schola cantorum
Schola cantorum

Þann 12. nóvember heldur kórinn í tónleikaferð til Sviss í boði listahátíðarinnar Culturescapes, sem fram fer í  Basel og nágrenni og er með íslenska list í brennidepli. Kórinn syngur fimm tónleika á fjórum dögum: Í leikhúsinu í Chur þann 12. nóvember, í leikhúsinu í Bellinzona 13. nóvember, í Usterkirkju þann 14., Goetheanum í Dornach þann 15. og í Dómkirkjunni í Basel sama kvöld. Á efnisskrám kórsins verða, auk verkanna af efnisskrá tónleikanna í Hallgrímskirkju, íslensk þjóðlög og íslensk trúarleg kórverk af komandi geislaplötu. Kórinn skipa 19 söngvarar. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson.

Við óskum þeim góðs gengis.