Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Fimm krossfestingar
Fimm krossfestingar

Sunnudagurinn 22. nóvember er samkvæmt tímatali kirkjuársins sá síðasti fyrir aðventu.  Messa og barnastarf  hefst kl. 11.00.  Inga, Rósa og Sólveig Anna sjá um barnastarfið.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Leonard Ashford þjóna í messunni ásamt hópi messuþjóna.  Organisti er Hörður Áskelsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng.

Íhugunarefni sunnudagins tengist m.a. orðum  úr Lúkasarguðspjalli:
„Verið vel tygjuð og látið ljós yðar loga.“  Við hugleiðum  ljósið og lífið í tengslum við atburði og áföll síðustu vikna.

Sálmarnir sem við syngjum í messunni eru:

Inngöngusálmur nr. 602

Hallelújavers nr. 30

Guðspjallssálmur nr. 64

Sálmur eftir prédikun  nr. 730

Að lokum syngjum við sálm nr. 41