Styrktartónleikar Bolvíkingafélagsins sunnudaginn 22. nóvember kl. 16

Hólskirkja

Bolvíkingafélagið stendur fyrir fjáröflunartónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn 22. nóvember til styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bolungarvík.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 og margir flottir tónlistar gefa vinnu sína til styrktar þessu flotta málefni. Allir sem koma að tónleikunum tengjast Bolungarvík.

Má þar nefna Karlakórinn Esju ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni einsöngvara, Pálínu Vagnsdóttur og sönghópinn Veirurnar, Þorgils Hlyn Þorbergsson, Karl Hallgrímsson, Eddu Borg og Jóhönnu Linnet, Salvadore Rahni og Tuuli Rahni, Herbert Guðmundsson og Hjört Howser, Kirkjukór Bolungarvíkur og Sigrúnu Pálmadóttur einsöngvara, og Ólaf Kristjánsson. Kynnir verður Benedikt Sigurðsson.

Frítt er á tónleikana sem hefjast en óskað er eftir frjálsum framlögum. Fyrir þá sem ekki geta mætt, en vilja leggja sjóðnum lið, er bankareikningsnúmer sjóðsins
0174-18-911908 og kennitala 630169-5269.

Nánari upplýsingar eru inn á vef Bolvíkingafélagsins.