Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

4074507491_ee6fb92551_oSigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju, fer ásamt fjölskyldu til Eþíópiu og Keníu 25. janúar til 22. febrúr nk. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, fyrrum sóknarprestur Hallgrímskirkju mun leysa Sigurð Árna af. Jón Dalbú lét af störfum við Hallgrímskirkju í lok nóvember 2014 en hefur síðan verið kallaður til þjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri í Árnesprófastsdæmi og síðast í haust í Langholtskirkju í Reykjavík. Þegar hann lýkur afleysingu í Langholtssókn kemur hann til starfa í Hallgrímssókn. Hallgrímskirkjufólk fagnar sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni.