Kvenfélagsfundur fimmtudaginn 10. mars

IMG_20151119_101155

Kvenfélagið í Hallgrímskirkju verður með fund í suðursal kirkjunnar kl. 20.00, fimmtudaginn 10. mars. Á fundinum mun dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur og afríkufari segja frá ferð sinni til Afríku og sýna myndir. Einnig verða umræður um stefnumótun félagsins, hugleiðingin og í boði verða kaffi og veitingar. Kaffigjald er 500 kr. og greitt við innganginn. Verið velkomin.