Passíusálmahandrit tilnefnt á heimsminjaskrá!

Handrit Hallgríms PéturssonarHandrit að Passíusálmum hefur verið tilnefnt á heimsminjaskrá. Handritið ritaði Hallgrímur árið 1659 og sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Auk rits Hallgríms eru tilnefnd Konungsbók Eddukvæða, kvikfjártal Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 og túnakort sem gerð voru af nær öllum bæjum á Íslandi frá 1916-1929. Þessar fjórar ritheimildir hafa verið teknar inn á landsskrá Íslands um minni heimsins og standa vonir til að þær rati á heimsminjaskrá UNESCO. Sjá frétt Ruv um tilnefningarnar.