Prokofiev, Mörður, pálminn, ferming og krossganga Krists

pálminnLaugardagurinn 19. mars Kl. 14. Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev. Orgelleikari: Mattias Wager frá Stokkhólmi. Sögumaður: Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona. Miðasala við innganginn.

Pálmasunnudagur 20. mars 

Kl 10 Fræðslumorgunn: Upp, upp mín sál… Mörður Árnason hefur samið ítarlegar og afar upplýsandi skýringar fyrir nýja útgáfu Passíusálmana sem er nr. 92 frá upphafi. Á þessum fræðslumorgni fjallar Mörður um Hallgrím Pétursson og Passíusálma.

Kl. 11 Messa: Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Fermd verður Eva Livinstone. Barnakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, organista. Birkið kemur í stað pálmagreinanna.

17.00 Orgeltónleikar: KROSSGANGA KRISTS – Le chemin de la croix eftir franska tónskáldið Marcel Dupré. Orgelleikari: Mattias Wager. Lesari: Sólveig Simha. Verkið er fjórtán hugleiðingar um krossgöngustöðvar Jesú Krists á leið til Golgatahæðar. Tónsmíðin byggir á samnefndu ljóði eftir franska skáldið Paul Claudel, sem leikkonan Sólveig Simha flytur á frummálinu. Miðasala í kirkjunni.