Fyrirbænamessa og starf eldri borgara hefst á morgun í kórkjallaranum

18176193999_138bbb425a_k

Á morgun, þriðjudaginn 6. september kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa með altarisgöngu í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17.

Eftir messuna hefst svo starf eldri borgara eftir gott sumarfrí, Liðug á líkama og sál. Starfið er í umsjá Mjöll Þórarinsdóttur og Helgu Þorvaldsdóttur. Starfið innheldur leikfimi, súpa og spjall. Verið hjartanlega velkomin.