Skírdagur – Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. í lok athafnar verður Getsemanestund með afskrýðingu altarins. Altarisklæði og hökull eftir Unni Ólafsdóttur tekinn fram til notkunar í guðþjónustu föstudagsins langa.