Tónleikar: Messa í h-moll eftir J.S. Bach um helgina

Í tilefni af 35 ára afmæli Mótettukórsins verða haldnir hinir glæsilegu tónleikar Messa í h-moll eftir J.S. Bach báða dagana 10. og 11. júní kl. 17. Flytjendur verða auk Mótettukórsins, Alþjóðlega Barokksveit Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru Hannah Morrison sópran, kontratenórinn Alex Potter, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala er hjá midi.is og í verslun kirkjunnar og í síma 5101000. Einnig verður miðasala við innganginn þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar hjá listvinafelag.is og hérna er fyrir þau sem vilja þá er umfjöllun um tónleikana í Miðborgarpóstinum.

Midborgarposturinn_mai_2017_web