Orgel tónleikar kl. 12 fimmtudaginn 6. júlí 2017

KITTY KOVACS

Organisti í Landakirkju, Vestmannaeyjum

Tónleikar kl. 12 fimmtudaginn 6. júlí 2017

TÓNLIST EFTIR: J.S. BACH
(PASSACACLIA C-MINOR) OG Z. GÁRDONYI

Kitty Kovács er fædd í Győr í Ungverjalandi árið 1980 og útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Győr og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Budapest. Á námsárum sínum vann hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti, frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Undanfarin 4 ár hefur Kitty stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og nú í vor lauk hún kantorsnámi þaðan. Kennari hennar þar er Lenka Mátéová.

Miðaverð: 2.000 krónur