David Cassan orgeltónleikar

David Cassan

Hlaut 1. sæti í The Chartre International Organ Competition 2016

Laugardaginn 22. júlí kl. 12 / Sunnudaginn 23. júlí kl. 17

Tónlist eftir: G.F.Händel, Sibelius, D.Cassan / J.S. Bach, Saint-Saëns, Vierne,Widor, Dupré, Stravinsky, D. Cassan

Myndaniðurstaða fyrir DAVID CASSANFranski organistinn David Cassan stundaði nám m.a. hjá Thierry Escaich, Philippe Lefebvre og François Espinasse við Listaháskóla Parísar (Conservatoir National Supérieur de Musique et de Danse) lauk hann prófi í orgelleik, spuna, hljómfræði, kontrapunkt, fúgu og form, pólyfóníu endurreisnartímabilsins og tónsmíðar 20. aldar. David Cassan hefur verið duglegur að taka þátt í alþjóðlegum orgelkeppnum og hefur unnið a.m.k. tíu þeirra. Þær þekktustu eru án efa Chartres í Frakklandi, SaintAlbans í Englandi, Haarlem í Hollandi og Jean-Louis Florentz verðlaun frönsku listaakademíunnar. David Cassan er organisti Notre Dame des Victoires kirkjunnar í París en starfið gefur honum einnig möguleika að geta einbeitt sér að tónleikahaldi. Hann hefur komið fram með frægum frönskum sinfóníuhljómsveitum, auk þess að leikið á flest þekktu orgelin í Frakklandi og komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Rússlandi, Kína, Ísrael, Spáni, Englandi, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Sviss, Ítalíu og í Úrúgvæ.

Upplýingar um Alþjóðlega Orgelsumarið í Hallgrímskirkju HÉR.

Hádegistónleikar – 30 mín: 2.000 ISK / Sunnudags tónleikar – 60 mín: 2500 ISK