Viðgerð á bjöllum og klukkum

 

Mynd eftir Sigurð Árna Þórðarsson

Þessa vikuna er verið að vinna í bjöllunum og klukkunum eftir að þær hafa verið bilaðar síðan í ágúst 2016. Verið er að endurnýja búnaðinn. Vegna þessa þarf að stilla bjöllurnar og mun því heyrast mikið í þeim næstu daga, meðan endurnýjun stendur yfir. Samtíða þessu verða klukkurnar (vísarnir) stilltar á réttan tíma seinna í vikunni.

Við biðjumst velvirðingar á öllum óþægindum sem þetta gæti haft í för með sér.