Guð, tendra ljós öllum sem eru í myrkri.


Við í Hallgrímskirkju fögnum breytingum til bóta. Ljósberinn okkar fagri hefur fengið nýtt útlit og er kominn í þennan fína bakka með hvítum sandi í kring.

Sandinn fengum við gefins frá fyrirtækinu Hlaðbær Colas og færum þeim innilegar þakkir.

Guð, tendra ljós öllum sem eru í myrkri.

Svona leit ljósberinn út áður en bakkinn og sandurinn voru sett undir hann.