Árdegismessa

Á morgun, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 8 eru árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi.

Í næstu viku, miðvikudag 14. nóvember mun árdegismessan falla niður en miðvikudagsöfnuðurinn mun bregða sér aðeins af bæ og kíkja í Hafnafjarðarkirkju til að eiga sameiginlega messu með vinasöfnuðinum þar kl. 8.15. Allir velkomnir þangað en nánari upplýsingar veitir Sigrún V. Ásgeirsdóttir s: 695-1910.

Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.