Árdegismessan fellur niður og fer til Hafnarfjarðar á morgun!

Á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember mun árdegismessan falla niður en miðvikudagsöfnuðurinn mun bregða sér aðeins af bæ og kíkja í Hafnarfjarðarkirkju til að eiga sameiginlega messu með vina söfnuði sínum þar. Messan hefst kl. 8.15. Allir velkomnir þangað en nánari upplýsingar veitir Sigrún Ásgeirsdóttir s: 695-1910.

Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Kv. Bogi