Kyrrðarstund

Kyrrðarstund verður á sínum stað, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran syngur einsöng. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar.

Verið hjartanlega velkomin.