Þorrafundur Kvenfélagsins

Þorrafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.30.
Að venju svigna borðin undan þjóðlegu góðgæti.
Séra Karl Sigurbjörnsson verður sérstakur gestur fundarins og mun hann flytja okkur erindi.

Verð 4.500 krónur á manninn.

Skráning hjá kirkjuvörðum eða hjá Ásu í síma 8454648.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórnin