SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í gærkvöldi 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið var með íslenska arfleið og átti verkið að vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl 19-23.

Norðurljósahlaup Orkusölunnar verður  laugardaginn 9. febrúar og liggur leiðin meðal annars í gegnum Hallgrímskirkju.