Messa og barnastarf – Föstumessa eldriborgararáðs

Messa og barnastarf – föstumessa eldriborgararáðs

Fimmti sunnudagur í föstu – Sunnudagur 7. apríl kl. 11

Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttir, Þóreyju Dögg Jónsdóttur, djákna. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organistar eru Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson. Fermdir verða Dagbjartur Elí Kristjánsson og Sólon Thorberg Helgason. Dagbjartur Elí Kristjánsson leikur á trompet á milli lestra. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.

Minnum á að hægt er að leggja bílum fyrir framan kirkjunnar á torginu. 

Léttar veitingar í Norðursal eftir messu. 

Verið hjartanlega velkomin.