Opnunartími yfir kyrruviku og páska

Pálmasunnudagur 14. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Hátíðarmessa kl. 11: Prestar Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt gestakórnum Alumni frá Clare College í Cambridge, Englandi. Stjórnandi Graham Ross. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi, og leiðtogar.
Á meðan messu stendur er turninn lokaður milli kl. 10.30 – 12.15

Mánudagur 15. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Þriðjudagur 16. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Miðvikudagur 17. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Skírdagur 18. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.
Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20: Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Schola cantorum syngur. Organisti og stjórnandi Hörður Áskelsson.
Að messu lokinni fer fram stutt athöfn, Getsemanestund. Lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Getsemane og að því loknu verða munir altarisins teknir af því en á meðan er lesið úr 22. Davíðssálmi. Myndræn íhugun niðurlægingar Krists. Schola cantorum flytur Miserere eftir Gregorio Allegri.

Föstudagurinn langi 19. apríl: Opið frá 9 – 18, turninn opinn 9 – 17:30
Guðsþjónusta kl. 11: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Turninn er lokaður á meðan messu stendur milli kl. 10:30 – 12:30.

Passíusálmalestur kl. 13 – 18:30: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir og tónlist leikin. Lesarar: Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson sem leikur á Klais orgelið á milli lestra.

Laugardagur 20. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30.

Páskadagur 21. apríl: Opið frá 8 – 13. Turninn lokaður
Páskamessa kl. 8: Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Forsöngvarar eru félagar úr Mótettukórnum, sem flytja páskaleik. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Hátíðarmessa kl. 11: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi, og æskulýðsleiðtogar.

Annar í páskum 22. apríl: Opið frá 9 – 17, turninn opinn 9 – 16:30. 
Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Á meðan messu stendur er turninn lokaður milli kl. 10.30 – 12.15

Þriðjudagur 23. apríl: Hefjast framkvæmdir við lyftuskipti í turni kirkjunnar. Þaðan í frá og til maíloka verður ekki hægt að fara í kirkjuturninn. Ný lyfta verður tekin í notkun 1. júní.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju!

Nánari upplýsingar um viðburði kirkjunnar er í dagatalinu og inn á listvinafélag.is