Isabelle Demers kanadísk orgelstjarna leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars helgina 27. og 28. júlí.

Isabelle Demers frá Kanada leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumar um helgina. Tónleikarnir eru laugardag 27. júlí kl. 12 og sunnudag 28. júlí kl. 17.

Dr. Isabelle Demers er frá Quebec í Kanada og lauk doktorsnámi frá Juilliard School. Hún er orgelkennari og forstöðumaður orgeldeildarinnar við Baylor University í Texas. Hún er einnig fulltrúi Phillip Truckenbrod Concert Artists, LLC í Norður-Ameríku. 

Isabelle hefur leikið í Evrópu, Óman, Ástralíu, Nýja Sjálandi, í flestum fylkjum Bandaríkjanna og í heimalandi sínu Kanada. 

Á árunum 2018-2019 kom hún fram m.a. í Maison Symphonique í Montreal, Quebec, Elbphilharmonie í Hamborg, Þýskalandi, Ráðhúsinu í Stokkhólmi, Svíþjóð, The Forbidden City Concert Hall í Peking, Kína og Westminster Abbey í London, Bretlandi. 

Dr. Demers kemur oft fram á ráðstefnum í boði The American Guild of Organists, The Institute of Organ Builders and International Society of Organbuilders, The Royal Canadian College of Organists og The Organ Historical Society. 

Hún hefur gefið út fjóra geisladiska hjá Acis útgáfunni sem allir hafa fengið frábæra dóma. Á síðasta ári var hún einleikari með hljómsveit og Baylor University Choir, á upptöku á Requiem eftir Maurice Duruflé sem tekin var upp í St. Etienne du Mont kirkjunni í París þar sem Duruflé starfaði. 

Hvar sem hún kemur fram á tónleikum hefur hún fengið framúrskarandi dóma. 

„Enginn skortur er á organistum sem kunna að láta orgelið öskra en Demers lét hljóðfærið syngja af krafti.” 

International Organ Summer in Hallgrímskirkja Saturday 27. July at 12:00 – 12:30

Isabelle Demers, a concert organist from Canada, music professor in USA

Performs pieces by Ernest Macmillan, Rachel Laurin, Oskar Lindberg and Sir George Thalben-Ball.

Tickets 2500 ISK

International Organ Summer in Hallgrímskirkja 

Sunday 28. July at 17:00 – 18:00

Isabelle Demers, a concert organist from Canada, music professor in USA

Performing pieces by Charles Tournemire, Jason Roberts, J. S. Bach, Charles-Valentin Alkan and Igor Stravinsky. 

Tickets 3000 ISK 

Canadian organist makes the instrument sing at The International Organ Summer in Hallgrímskirkja