Verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra við Hallgrímskirkju. Hlutverk verkefnastjórans er að stýra æskulýðs- og fjölskyldustarfi kirkjunnar s.s. kirkjuskóla og fjölskyldumessum, foreldramorgnum, fermingarstarfi auk samstarfs við skóla og félagasamtök. Einnig heyrir undir starfið sértækt fræðslustarf sbr. aðventunámskeiðið Jólin hans Hallgríms og þróun frekara fræðsluefnis fyrir ungt fólk. Verkefnastjóri skal hafa háskólamenntun og starfsreynslu sem nýtast í starfi. Starfshlutfallið er 100% og er ráðið í starfið frá og með 1. september 2019.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2019.

Upplýsingar um starfið veitir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, sigridur@hallgrimskirkja.is.

Vinsamlegast hafið í huga að hreint sakavottorð er skilyrði.