Vatni breytt í vín!

Ljósmyndari: Peter Fischer

Messa og barnastarf verða í Hallgrímskirkju 19. janúar kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Prédikunarefnið er víngerð Jesú og merking sögunnar um Kana. Messuþjónar aðstoða! Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón barnastarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir. Í barnastarfinu verður ekkert vín á borðum. En kaffisopi verður eftir messu og líka veitingar handa börnunum við hæfi. Verið velkomin.