Kirkjukrakkar, prakkarar og kirkjustuð

Nýtt fyrir börnin í febrúar og mars! Næstkomandi mánudag verða ný tilboð og starfshópar fyrir börnin í 1. – 7. bekk. Hin góða aðstaða og fundarrými í kórkjallaranum verður notuð. Umsjón hefur Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju og leiðtogar. Þátttakan verður ókeypis starf en skráning er nauðsynleg hjá kristny@hallgrimskirkja.is

Allir hressir krakkar velkomnir og endilega látið fréttirnar berast. 

Þessir hópar eru:
Kirkjukrakkar fyrir 1. – 2. bekk: Hittast í febrúar á mánudögum kl. 13:40 – 14:40 í kórkjallarnum.
Kirkjustuð fyrir 5. – 7. bekk: Hittast í febrúar og mars á mánudögum kl. 15 – 16 í kórkjallaranum.

Aðeins í mars:
Kirkjuprakkarar fyrir 3. – 4. bekk: Hittast í mars á þriðjudögum kl. 13:40 – 14:40 í kórkjallarnum.