Biblíugleraugun og Biblíudagurinn

Sunnudagurinn 14. febrúar er Biblíudagurinn. Messa og barnastarfið hefjast kl. 11. Í prédikun verður rætt um hvernig við lesum Biblíuna og hvernig við ættum ekki að lesa hana! Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjonar er hópur 2. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og stjórnar hópi félaga úr Mótettukórnum. Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra barnastarfinu. Samfélag í Suðursal eftir messu. Meðfylgjandi mynd SÁÞ er úr biblíufræðslu fermingarungmenna.