Opið bænahús og beint samband

Hallgrímskirkja er hlið himins og margir koma í kirkjuna til að biðja. Þessar vikurnar er óheimilt að efna til boðaðs helgihalds og samfunda í kirkjum þjóðarinnar. Því hafa prestar Hallgrímskirkju ákveðið að ekki verði hádegisbænir í kirkjunni til og með 17. nóvember á meðan núverandi sóttvarnahrina gengur yfir. Þegar samkomuhald verður rýmkað að nýju verður stefnan endurskoðuð. Eins og þeim er kunnugt sem hafa sótt Hallgrímskirkju undanfarna mánuði hafa helgistundir verið kl. 12 mánudaga til föstudaga. En nú verður tímabundið hlé.

Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson